CIAO formally opened 18 October 2018

Áformað er að opna gestastofu á jarðhæð byggingarinnar sem verður opin almenningi.

Sérstök áhersla verður lögð á kynningu á vísindastarfinu fyrir almenningi. Í rannsóknastöðinni verður gestastofa þar sem upplýsingum um vísindastarfsemina verður miðlað til almennings. Fyrst í stað verður lögð áhersla á kynningu á eðli norðurljósa. Ísland er einn besti staðurinn á norðurhveli jarðar til að rannsaka norðurljós en Frakkar, Bretar og Japanir eru meðal þjóða sem stundað hafa rannsóknir hér á landi áratugum saman. Starfsemi rannsóknamiðstöðvar á Kárhóli mun styrkja þær norðurslóðarannsóknir sem þegar eru stundaðar hér á landi og bæta við þær á sumum sviðum. Gestastofan verður afar ákjósanleg viðbót við menntun, ferðamennsku, þjónustu og afþreyingu á svæðinu.

China-Iceland Joint Arctic Observatory | Kárhóll | 4640415 | info@karholl.is

  • Rannís
  • PRIC
  • Arctic Portal

Designed & hosted by Arctic Portal